The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrirtækið hafi neitað að greiða vinninginn vegna „galla“ í netleiknum. Þetta féllst dómurinn ekki á og gerði Betfred að greiða Green alla upphæðina. Þegar dómsniðurstaðan lá fyrir tilkynnti fyrirtækið að Green fái alla upphæðina greidda og vexti að auki. Að auki fær hann afsökunarbeiðni vegna biðarinnar.
Hann vann upphæðina í leik sem heitir Frankie Dettori‘s Magic Seven Blackjack í janúar 2018. Í fimm daga gekk hann um taldi sig vera milljónamæring en þegar hann reyndi að taka peningana út af spilareikningi sínum fékk hann neitun. Lögmenn Betfred sögðu að fyrirtækinu bæri ekki skylda til að greiða vinningsupphæðina því „galli“ hafi verið í leiknum sem hafi aukið líkurnar á að fólk fengi miklu hærri vinningsupphæðir en áttu að vera í boði.