fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Finnar kenna grunnskólabörnum hvernig á að varast lygafréttir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 06:59

"Fake News" er mikið notað hugtak þessi misserin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Finnlandi er börnum niður í sex ára kennt hvernig á að varast lygafréttir. Það er gert með því að kenna þeim að vera gagnrýnin á þær heimildir sem fréttir eru byggðar á og á þá miðla sem birta þær.

Mikið hefur verið um fréttir, sem ekki eru á rökum reistar, um aukaverkanir af bóluefnum gegn kórónuveirunni, um uppruna hennar og að bóluefnin geti einfaldlega breytt fólki í apa að undanförnu enda auðvelt að koma slíku á framfæri á Internetinu.

Ýmislegt hefur verið ritað og rætt um hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að fólk falli fyrir lygum af þessu tagi og kannski er bara nærtækast að líta til Finnlands og þess árangurs sem náðst hefur þar í landi.

Á nýlegum lista Media Literacy Index, sem mælir hversu vel Evrópuríki eru í stakk búin til að takast á við lygafréttir, falsfréttir og annað álíka, koma Finnar vel út, eru í efsta sætinu. Ástæðuna er að mestu að finna hjá börnum.

2014 var fjölmiðlaþekking gerð að skyldugrein í skólum landsins. Þetta var liður í stórri herferð gegn röngum upplýsingum og falsfréttum sem átti að gera alla Finna færa um að greina hvort um falskar upplýsingar og lygar sé að ræða þegar þeir nota Internetið.

Herferðinni var hrundið af stað eftir að Rússar innlimuðu Krímskaganna 2014 en á sama tíma sáu Finnar mikla aukningu á fölskum fréttum og upplýsingaflæði um Finnland en Finnar lýstu yfir sjálfstæði frá Rússlandi 1917.

Frá 2014 hefur skólabörnum allt frá sex ára aldri því verið kennt að vera gagnrýnin á heimildir og hvernig þau geta kannað hvort hlutirnir eiga við rök að styðjast. Í stærðfræði læra þau til dæmis hversu auðvelt er að „sveigja“ tölfræði. Í tungumálakennslu er þeim kennt hvernig er hægt að nota mismunandi orð til að rugla fólk og leiða á rangar brautir. Í myndlist læra þau hvernig er hægt að eiga við myndir og myndbandsupptökur og falsa. Í sögutímum læra þau að bera kennsl á áróður og svo mætti áfram telja. Þessi kennsla heldur áfram öll grunnskólaárin, í menntaskóla og í háskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið