fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

Evrópudeildin: 8-liða úrslitin hófust í kvöld – Manchester United vann sinn leik en Arsenal missteig sig

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 20:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri leikir 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru  fram í kvöld. Manchester United vann sinn leik og Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag. Roma vann Ajax og lærisveinar Unai Emery hjá Villarreal höfðu betur gegn Dinamo Zagreb.

Á Spáni tóku heimamenn í Granada á móti Manchester United. Marcus Rashford kom Manchester United yfir með marki á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Victor Lindelöf. Það var síðan Bruno Fernandes sem innsiglaði 2-0 sigur Manchester United með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Á Emirates Stadium í Lundúnum tók Arsenal á móti Slavia Prag frá Tékklandi. Fyrsta mark leiksins kom á 86. mínútu, það skoraði Nicolas Pepe eftir stoðsendingu frá Pierre Emerick Aubameyang. Gestirnir í Slavía Prag náðu hins vegar inn mikilvægu útivallarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma. Markið skoraði Tomas Holes. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Í Hollandi tók Ajax á móti Roma. Davy Klaasen kom Ajax yfir með marki á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Dusan Tadic. Þannig stóðu leikar allt þar til á 57. mínútu þegar að Lorenzo Pellegrini jafnaði metin fyrir Roma. Það var síðan Ibanez sem tryggði Roma sterkan 2-1 útivallarsigur með marki á 87. mínútu.

Á Maximir vellinum í Króatíu tóku heimamenn í Dinamo Zagreb á móti Villarreal. Gerard Moreno kom Villarreal yfir með marki út vítaspyrnu á 44. mínútu. Þetta reyndist eina mark leiksins og fór Villarreal því með 1-0 útisigur af hólmi.

Seinni leikir 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar fara fram þann 15. apríl næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alli óvænt valinn í hópinn

Alli óvænt valinn í hópinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola tjáir sig um framtíð De Bruyne

Guardiola tjáir sig um framtíð De Bruyne
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Fulham – Eriksen byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Fulham – Eriksen byrjar
433Sport
Í gær

Salah fékk góð ráð frá Wenger

Salah fékk góð ráð frá Wenger
433Sport
Í gær

Frændi Gabriel skrifar undir hjá Chelsea

Frændi Gabriel skrifar undir hjá Chelsea