fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Bræður grunaðir um að hafa myrt fjölskyldu sína áður en þeir frömdu sjálfsvíg

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 18:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn fundust sex manns úr sömu fjölskyldu látnir á heimili fjölskyldunnar í Allen í Texas. Lögreglan telur að bræðurnir Tanvir Towhid, 21 árs, og Farhan Towhid, 19 ára, hafi myrt fjóra ættingja sína og síðan framið sjálfsvíg.

Sky News skýrir frá þessu. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að annar bróðirinn hafi skrifað langa færslu á samfélagsmiðla um að þeir bræðurnir hefðu í hyggju að myrða foreldra sína, systur og ömmu áður en þeir myndu taka eigið líf. Hann skrifaði einnig að ákvörðun þeirra hefði verið tekin eftir að þeir hefðu vegið „kosti hennar og galla“.

Það voru lögreglumenn sem fundu líkin.

Hin látnu eru Altafun Nessa, 77 ára, Iren Islam, 56 ára, Towhidul Islam, 54 ára, og Farbin Towhid, 19 ára, en hún var tvíburasystir Farhan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur