Chelsea vann í kvöld 2-0 útisigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Mason Mount skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Chelsea, þetta var hans fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu.
„Það var kominn tími til. Ég hef beðið þolinmóður eftir fyrsta markinu og þetta var góður tímapunktur fyrir það, fékk góða sendingu frá Jorginho, hafði smá rými til að athafna mig og lét vaða,“ sagði Mason Mount um fyrsta mark sitt.
Undirbúningur Chelsea var ekki eins og best verður á kosið. Liðið tapaði 3-2 fyrir West Brom um síðastliðna helgi í ensku úrvalsdeildinni.
„Eftir leikinn gegn West Brom skildum við hann eftir á vellinum, við skoðuðum hann aðeins daginn eftir en horfðum síðan fram á við. Við komum inn í þennan leik einbeittir með 100% staðræðni í því að vinna.“
Chelsea mætir Porto í seinni leik liðanna þann 13. apríl næstkomandi. Mount segir að leikmenn Chelsea megi ekki slaka á.
„Verkinu er ekki lokið, þeir munu berjast í næsta leik og við verðum að gefa allt í hann. Við verðum tilbúnir.“