Mikið hefur verið rætt og ritað um markvarðarstöðuna hjá Manchester United en David De Gea, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin tímabil hefur fengið mikla samkeppni frá Dean Henderson.
Talið er að David De Gea sé ósáttur með þá stöðu sem upp er komin og ljóst að forráðamenn Manchester United mun þurfa að ákveða sig hvaða markvörður verður númer eitt í framtíðinni.
Myndband af æfingasvæði Manchester United birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. Á því má heyra Ole Gunnar Solskjær gantast við ljósmyndara á svæðinu og biðja þá um glaðlegar myndir af markvarðarparinu.
„Takið myndir af markvörðunum brosandi. Það má segja að það eigi sér stað stríðsástand í fjölmiðlum,“ sagði Solskjær við ljósmyndarana og líkti umræðunni um stöðu markvarða Manchester United við stríðsástand.
Solskjær: „Get some smiley pictures of them keepers. There’s a warzone around here in the press.“ #mulive [beanyman sports] pic.twitter.com/nVuIItOdNE
— utdreport (@utdreport) April 7, 2021