Jose Mourinho stjóri Tottenham vill hreinsa til hjá félaginu í sumar, hann hefur opinberlega sagt að leikmannahópur liðsins sé ekki nógu sterkur.
Mourinho er sagður vilja hreinsa til í sumar en til þess þarf hann að vera í starfi, ekki er öruggt að Mourinho verði áfram stjóri Tottenham á næstu leiktíð.
Enska blaðið Mirror segir að Mourinho vilji losna við sjö leikmenn í sumar en það verður þá verkefni fyrir Daniel Levy, stjórnarformann að selja þá.
Mourinho telur sig þurfa að breyta til hjá félaginu til að koma þeim í hóp þeirra bestu á nýjan leik.
Leikmennina sjö sem Mourinho er til í að selja má sjá hér að neðan.