Nú er í gangi leikur Manchester City og Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þegar þetta er skrifað er Manchester City 1-0 yfir eftir mark frá Kevin de Bruyne.
Umdeild atvik átti sér stað á 38. mínútu þegar Bellingham kom boltanum í netið eftir að hafa stolið honum af Ederson sem var of lengi að hreinsa. En rétt áður en boltinn rennur yfir línuna flautar dómarinn og dæmir aukaspyrnu sem þýðir að VAR getur ekki skoðað atvikið og snúið ákvörðuninni við.
Rikki G sagði í beinni útsendingu: „Þetta mark ætti að standa að mínu mati,“ og er ansi erfitt að vera ósammála því.
Atvikið má sjá hér að neðan.
This is absolutely disgusting. Bellingham got booked for scoring a perfectly good goal. pic.twitter.com/jEMRGwwIvn
— Will (@willreyner) April 6, 2021
This Ref needs checking! 🤦🏽♂️
— Jadon Sancho (@Sanchooo10) April 6, 2021