Manchester City tapaði 126 milljónum punda á síðustu leiktíð, þetta kemur fram í árskýrslu félagsins sem gerð var opinber í dag.
ESPN fjallar um málið en tapið er að mestu rakið til áhrifa COVID-19 veirunnar á félagið. Manchester City hafði hagnast um 10 milljónir punda árið áður.
Tekjur Manchester City minnkuðu um 11 prósent á milli ára en tapið er rúmir 22 milljarðar íslenskra króna.
City er með besta lið Englands þessa stundina en liðið gæti unnið fernuna á tímabilinu, liðið er nánast búið að vinna deildina, er í úrslitum deildarbikarsins, undanúrslitum enska bikarsins og átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Pep Guardiola stjóri City sagði fyrir helgi að félagið gæti ekki keppt við önnur félög um rándýra leikmann í sumar og ræddi það í samhengi við hugsanlega sölu Borussia Dortmund á Erling Haaland.
Fram kemur í skýrslu City að fjármunir fyrir sölu á Leroy Sane til FC Bayern hafi dregist á langinn vegna veirunnar og útskýrir það hluta af tapinu.