Erling Haaland framherji Borussia Dortmund verður í eldlínunni í kvöld þegar lið hans heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu.
Um er að ræða fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum en Haaland er orðaður við City. Búist er við að norski framherjinn yfirgefi Dortmund í sumar.
Faðir hans Alf-Inge Haaland lék um tíma með Manchester City en sonur hans hefur raðað inn mörkum síðasta árið með Dortmund.
Faðir hans og Mino Raiola umboðsmaður hafa síðustu daga verið að funda með liðum. Þegar Haaland labbaði út á Ethiad völlinn í gær voru viðbrögð hans ansi góð. „Fallegt,“ sagði norski framherjinn og stuðningsmenn Manchester City hafa misst sig yfir myndbandinu af því.
Viðbrögð Haaland við vellinum má sjá hér að neðan.
#VOddsIndonesia #RI74 https://t.co/9teOkk4e0g RT „Erling Haaland melangkah di lorong menuju lapangan Stadion Etihad.
„Beautiful, huh?“ Dia tampaknya terpesona dengan keindahan markas klub yang pernah diperkuat oleh ayahnya itu.
(🎥 via @BVB)pic.twitter.com/n3AbltjmEO„
— VOdds Indonesia (@VOddsIndo) April 6, 2021