fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Lögregla með andlát fanga á Litla Hrauni til rannsóknar

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan er með til rannsóknar andlát fanga á Litla Hrauni á skírdag.

Fanginn, sem var fertugur að aldri, hafði verið fluttur á sjúkrahús vegna hjartastopps í lok mars og var nýútskrifaður af Landspítala þegar hann lést. Í samtali við Fréttablaðið lýstu samfangar hins látna því að hann hefði hlotið slæma meðferð í kjölfar hjartastoppsins og verið geymdur í einangrun. Þá sögðu þeir í samtali við Fréttablaðið að hann hefði ekki fengið nauðsynlega læknisaðstoð og verið útskrifaður alltof snemma af Landspítalanum. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Páll Winkel fangelsismálastjóri ekki getað tjáð sig um einstaka fanga og sagði ákvörðun um útskrift fanga frá spítala á herðum Landspítalans.

Í samtali við blaðamann DV sagði Páll forræði rannsóknarinnar á höndum lögreglunnar á Suðurlandi, en þó væri ávallt farið yfir alla verkferla innan veggja fangelsins í kjölfar atburða sem þessa.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfesti í samtali við DV að málið væri til rannsóknar og segir að nú sé beðið eftir niðurstöðu krufningar. Ljóst er af reynslu úr fyrri málum að bið eftir niðurstöðu úr krufningu getur verið nokkrar vikur hið minnsta. Að öðru leyti gat Oddur ekki tjáð sig um rannsókn málsins.

Fram hefur komið að ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þá var haft eftir Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanns Afstöðu félags fanga í Fréttablaðinu fyrir helgi að ekki væri um sjálfsvíg að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“