fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Pressan

Lá látinn í níu ár í íbúð sinni – „Hvernig gat þetta gerst?“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 05:15

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fannst maður á sjötugsaldri látinn í íbúð sinni í íbúðarblokk í austurhluta Osló. Lögreglan telur að hann hafi verið látinn í níu ár og miðað það við ýmislegt sem fannst í íbúð hans. Krufning leiddi í ljós að hann lést af eðlilegum orsökum.

„Við höfum hugsað mikið um þetta, samstarsfólk mitt og fólk sem hefur unnið við þetta í mörg ár. Þetta er sérstakt mál og vekur upp spurningar um hvernig þetta gat gerst,“ hefur Norska ríkisútvarpið eftir Grete Leine Metlid hjá lögreglunni í Osló.

Málið hefur að vonum vakið upp spurningar um hvernig það geti gerst að fólk liggi látið svo lengi án þess að nokkur sakni þess.  Það var húsvörður sem fann líkið en hann þurfti að fara inn í íbúðina til að sinna viðhaldi.

Í gegnum árin hafði verið unnið við eitt og annað í blokkinni, til dæmis voru allir reykskynjarar skoðaðir nema hvað því var sleppt í íbúð mannsins. Þegar nágrannar hans náðu ekki sambandi við hann reiknuðu þeir með að hann væri fluttur og aðrir héldu að hann hefði verið fluttur á stofnun. Nágranni hans sagði að maðurinn hafi aldrei verið mjög félagslyndur og hafi alltaf svarað fólki með „já“ eða „nei,“ þegar hann var ávarpaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á þessum aldri finnum við mest fyrir einmanaleika

Á þessum aldri finnum við mest fyrir einmanaleika
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 5 dögum

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp