fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Voru saman í laumi í rúmlega tvö ár: Of mikið þegar hann ákvað að giftast annarri konu – ,,Ég var í sjokki“

433
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaqueline Sousa, viðburðarstjóri í Englandi, segir í einkaviðtali við The Sun, hafa átt barn með leikmanni úr ensku úrvalsdeildinni. Leikmaðurinn er giftur og hélt sambandi sínu við Sousa, leyndu.

Sousa varð ólétt eftir manninn og hefur nú fætt dóttur þeirra sem er orðin níu mánaða gömul.

Leynilega samband Sousa og leikmannsins varði í rúm tvö ár. Leikmaðurinn er giftur en það kom ekki í veg fyrir að hann væri í sambandi við hana.

Daginn sem hann gifti sig fékk Sousa skilaboð frá honum og það sama átti við um brúðkaupsferðina.

„Hann var alltaf að senda mér skilaboð, meira að segja í giftingarathöfninni og í veislunni. Ég sleit sambandi mínu við hann kvöldið sem hann gifti sig, þetta var bara of mikið,“ segir Sousa í viðtali við The Sun.

Leikmaðurinn gaf sig ekki og hélt áfram að hafa samband við Sousa.

„Hann sagðist myndi elska mig til eilífðar og lofaði mér minni eigin íbúð. Til þess að bæta upp fyrir brúðkaupið pantaði hann dvöl fyrir mig á fimm stjörnu hóteli með bestu vinkonu minni. Hann hélt ábyggilega að það myndi draga huga minn frá því sem var að gerast,“ sagði Sousa við The Sun.

Sousa og leikmaðurinn hafa hisst í nokkur skipti eftir að hann gifti sig en hann tók því ekki vel þegar Sousa tilkynnti honum að hún væri ólétt.

„Ég var í sjokki vegna þess að ég hélt að hann myndi ekki taka þessu svona illa. Hann var sá sem talaði um að við myndum eignast börn saman. Við reyndum að finna sáttaleið um að hann myndi ekki taka þátt í lífi barnsins en að hann hefði ákveðnar fjárhagslegar skuldbindingar,“sagði Sousa.

Eiginkona leikmannsins, komst að samabandi hans við Sousa og að hún væri ólétt.

„Síðan þá hefur hann ekki haft samband við mig. Hann hefur aldrei kannað hvernig barnið hefur það. Ég var ein, ég hélt að ég lifði í ævintýri en það breyttist fljótt í martröð,“ sagði Sousa í viðtali við The Sun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“