fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Selur Arsenal sína helstu stjörnu til að fjármagna endurnýjun á liðinu?

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 21:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gæti neyðst til að selja sinn besta leikmann á þessu tímabili, Bukayo Saka, í sumar ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti. Þá ku vera í forgangi hjá félaginu að semja varanlega við Martin Odegaard.

Saka hefur verið hreint út sagt frábær á þessu tímabili. Hann fékk traust frá Arteta snemma í stjórnartíð hans og verið lykilmaður síðan. Það er ljóst að mörg stórlið í Evrópu gætu hugsað sér að hafa Saka í sínum röðum. Það gæti því freistað Arsenal að selja hann fyrir háa fjárhæð til að endurbyggja liðið. Hluti af þeirri endurbyggingu yrði að semja endanlega við Odegaard sem hefur verið mjög öflugur á láni hjá Arsenal frá því að hann kom í janúar.

Von Arsenal um að ná Meistaradeildarsæti í gegnum ensku úrvalsdeildina er svo gott sem engin. Þeir hafa heilt yfir átt slakt tímabil þar, eru í 10.sæti með 42 stig þegar 8 leikir eru eftir. Eina leið liðsins inn í deild þeirra bestu myndi þá vera í gegnum Evrópudeildina. Með sigri í henni öðlast lið þátttökurétt í Meistaradeildinni og þar af leiðandi háar fjárhæðir sem fylgja því að spila þar. Arsenal er sem stendur komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Ef þeim tekst ekki að vinna keppnina gætu þeir farið þá leið að selja Saka til að ná inn fjármagni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ramos líklega á leið til Mexíkó

Ramos líklega á leið til Mexíkó
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Eru með þrjá á blaði eftir brottför Duran

Eru með þrjá á blaði eftir brottför Duran
433Sport
Í gær

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“