fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Aston Villa með endurkomusigur – Fulham komið í erfiða stöðu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 17:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn voru lengi í gang en unnu að lokum góðan sigur.

Fyrri hálfleikur var fremur rólegur og lítið um góð færi. Þegar að hálfleikurinn var við það að klárast dæmdi dómarinn vítaspyrnu eftir að Mario Lemina virtist hafa brotið á Ollie Watkins innnan vítateigs. Myndbandsdómgæslan sneri dómnum hins vegar við þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Lemina hafi fyrst náð til boltans. Staðan í hálfleik 0-0.

Eftir um stundarfjórðung í síðari hálfleik kom Serbinn Aleksandar Mitrovic Fulham yfir þegar hann nýtti sér mistök í vörn Villa.

Allt saman leit nokkuð vel út fyrir gestina þar til Trezeguet jafnaði metin fyrir Villa eftir fyrirgjöf frá Tyrone Mings.

Örfáum mínútum seinna var staðan orðin 2-1 fyrir Villa. Aftur var Trezeguet á ferðinni. Keinan Davis átti stoðsendinguna en hann hafði nýtt sér mistök Tosin Adarabioyo í vörn Fulham.

Ollie Watkins innsiglaði svo endurkomusigur Villa þegar hann skoraði eftir sendingu frá Bertrand Traore. Lokatölur 3-1.

Aston Villa er eftir leikinn í 9.sæti með 44 stig. Fulham er í fallsæti með 26 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa spilað leik meira en Newcastle, sem er í sætinu fyrir ofan, svo útlitið er ekki gott fyrir þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ramos líklega á leið til Mexíkó

Ramos líklega á leið til Mexíkó
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Eru með þrjá á blaði eftir brottför Duran

Eru með þrjá á blaði eftir brottför Duran
433Sport
Í gær

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“