Fimm leikir fóru fram í ensku ofurdeildinni í dag. Flest úrslit voru eftir bókinni en Brighton kom á óvart gegn Manchester United.
Fyrir leikinn við Brighton hefðu flestir búist við sigri Man Utd, sem er í hörkubaráttu við Arsenal um Evrópusæti. Þess má geta að María Þórisdóttir spilaði allan leikinn fyrir United. Brighton komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 25.mínútu. Þar var að verki Inessa Kaagman. Brighton náði svo að sigla sigrinum óvænt í hús. Dýrmæt stig í súginn fyrir United sem er nú í 4.sæti, á eftir Arsenal á markatölu.
Arsenal vann einmitt mjög svo öruggan sigur á Bristol City í dag, 0-4. Markavélin Vivianne Miedema skoraði tvö mörk, Danielle van de Donk eitt og Beth Mead eitt.
Topplið Chelsea burstaði Birmingham 6-0. Sam Kerr skoraði þrennu, Fran Kirby tvö og Guro Reiten eitt.
Manchester City fylgir fast á hæla Chelsea og vann 0-3 útisigur á Tottenham. Rebecca Spencer, markvörður Spurs, skoraði sjálfsmark snemma leiks sem gaf City forystuna. Janine Beckie og Caroline Weir bættu svo við mörkum fyrir þær ljósbláu.
Everton vann svo Aston Villa 3-1 á heimavelli. Þær fyrrnefndu komust í 3-0 með mörkum frá Lucy Graham, Izzy Christiansen og Simone Magill.
Staðan í deildinni er þannig að Chelsea er á toppnum, tveimur stigum á undan Man City. Arsenal og Man Utd koma þar nokkuð langt á eftir og berjast um síðasta lausa Evrópusætið. Everton, Brighton, Reading og Tottenham sigla nokkuð lignan sjó í 5. – 8.sæti. Botnbaráttan er svo spennandi á milli Birmingham, West Ham, Bristol City og Aston Villa, sem situr á botninum.