Bologna tók á móti Inter í lokaleik umferðarinnar í Seria A á Ítalíu í dag. Þar unnu Inter 0-1 sigur.
Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik. Lukaku þurfti rétt að pota boltanum yfir línuna þegar frákast eftir vörslu Ravaglia barst til hans.
Mikill hiti var í leiknum og fóru átta gul spjöld á loft. Bologna voru meira með boltann í leiknum í dag sem kemur á óvart þar sem Inter situr á toppi deildarinnar og eru með 8 stiga forskot og eiga leik til góða.
Romelu Lukaku varð í kvöld sjöundi leikmaðurinn í fimm stærstu deildum Evrópu til að skora 20 mörk á leiktíðinni.
Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, var í hóp en sat sem fastast á bekknum.