Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar og skoraði sigurmark liðsins gegn Willem. Þá var hann valinn maður leiksins á ýmsum miðlum.
Aron Einar Gunnarsson byrjaði fyrir Al Arabi en þurfti að sætta sig við 2-3 tap gegn Al-Duhail SC. Aron Einar lagði upp seinna mark Al Arabi en það dugði því miður ekki til.
Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Riga þegar þeir unnu þægilegan 6-1 sigur gegn FK Sparkaks og sitja á toppi deildarinnar þegar þrír leikir er búnir.
Andri Fannar Baldursson sat sem fastast á bekknum þegar Bologna tapaði 0-1 fyrir toppliði Inter.
BATE vann 3-2 sigur á FC Gomel í Hvíta Rússlandi en nafn Willums Þórs Willumssonar var hvergi að sjá á leikskýrslunni.
Rúnar Alex Rúnarsson sem leikur með Arsenal var ekki í hóp er liðið tók á móti Liverpool.
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn á miðjunni hjá West Ham í 5-0 stórsigri þeirra. Var þetta hennar fyrsti sigurleikur í West Ham treyjunni.
Andrea Rán Hauksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allar í enn einu tapi Le Havre í efstu deild í Frakklandi. Liðið situr í botnsæti deildarinnar.
Alexandra Jóhansdóttir var ónotaður varamaður hjá Frankfurt er þær sigruðu Freiburg 2-1 í undanúrslitum þýska bikarsins.
Svava Rós Guðmunsdóttir spilaði ekki með Bordeaux í dag vegna meiðsla en liðið vann góðan 1-0 sigur í frönsku deildinni í dag.