Juventus og Torino mættust í dag í Seria A í sannkölluðum nágrannaslag á heimavelli Torino. Leikurinn var fjörugur og ljóst að bæði lið vildu stigin þrjú. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Federico Chiesa kom Juventus yfir á 19. mínútu eftir frábæran sprett að marki heimamanna og kláraði með því að klobba Sirigu, markvörð Torino, skemmtilega. Tæpum fimmtán mínútum síðar jafnaði Sanabria með skalla eftir að Szczesny hafði varið boltann beint út í teig.
Sanabria skoraði sitt annað mark á fyrstu mínútu seinni hálfleiks eftir mistök Kulusevski og kom Torino yfir. Stórstjarnan Cristiano Ronaldo jafnaði svo metin fyrir Juventus með skalla þegar 10 mínútur voru til leiksloka.
Með þessu stigi nær Juventus að halda sér í Meistaradeildarsæti en Napoli eru skammt undan með jafn mörg stig en lakari markatölu. Torino er í 17. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Átta öðrum leikjum er lokið í Seria A í dag en úrslit þeirra má sjá hér að neðan.
Milan 1 – 1 Sampdoria
Atalanta 3 – 2 Udinese
Benevento 2 – 2 Parma
Cagliari 0 – 2 Verona
Lazio 2 – 1 Spezia
Napoli 4 – 3 Crotone
Sassulolo 2 – 2 Roma