Dortmund tók á móti Frankfurt á Signal Iduna Park í þýsku Bundesligunni í dag. Liðin eru bæði í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og eftir leikinn er Frankfurt í fjórða sætinu og Dortmund sjö stigum á eftir í því fimmta. Leiknum lauk með 1-2 sigri gestanna sem veikir Evrópudraum Haaland og félaga.
Nico Schulz kom Frankfurt á blað á 11. mínútu þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Mats Hummels jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleik er hann skoraði af stuttu færi eftir stoðsendingu frá Emre Can. Það var svo André Silva sem tryggði Frankfurt sigurinn í leiknum með skalla af stuttu færi.
Fjórir aðrir leikir fóru fram í þýsku Bundesligunni á sama tíma en úrslit þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Augsburg 2 – 1 Hoffenheim
Leverkusen 2 – 1 Schalke
Mainz 1 – 1 Bielefeld
Wolfsburg 1 – 0 Köln