Jordan Pickford, markvörður Everton, hefur miklar áhyggjur af því að núverandi meiðsli sín gætu valdið því að hann missi byrjunarliðssæti sitt í enska landsliðinu fyrir komandi stórmót.
Pickford hefur verið aðalmarkvörður Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, en var ekki með í síðasta landsleikjahléi vegna meiðsla. The Sun segja Pickford nú vera dauðhræddan um að komi eitthvað bakslag í batann hjá honum þýði það að hann missi byrjunarliðssæti sitt.
Nick Pope, markmaður Burnley, byrjaði leiki Englands í síðasta landleikjahléi í fjarveru Pickford og hafa margir kallað eftir því að hann verji mark Englendinga á EM í sumar.
Pickford spilaði síðast leik í 1-2 tapi gegn Burnley og þurfti þar að fara af velli í fyrri hálfleik. Vonir standa til að hann verði tilbúinn aftur á völlin í lok apríl mánaðar.