fbpx
Föstudagur 07.mars 2025
433Sport

Klopp um Van Dijk og EM – „Þetta er ekki undir mér komið“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 21:00

Mynd/Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að það sé ekki undir sér komið að ákveða hvort Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, muni taka þátt á Evrópumótinu í sumar með hollenska landsliðinu.

Van Dijk hefur verið frá vegna meiðsla á hné síðan í október á síðasta ári. Van Dijk þurfti að fara í aðgerð á hnénu og hefur síðustu mánuði verið í endurhæfingu sem gengur vel.

Það er ekki búist við því að hann nái að leika með Liverpool fyrir lok yfirstandandi leiktíðar en leikmaðurinn sjálfur hefur mikinn áhuga á að spila með hollenska landsliðinu á EM sem hefst í júní.

Klopp segir að svipaða sögu er að segja af Jordan Henderson sem hefur verið frá vegna meiðsla.

„Ég veit ekkert hvernig spilast úr þessu á EM, það hefur ekkert breyst. Þeir (leikmennirnir) eru á þeim stað í endurhæfingunni sem þeir eiga að vera á í augnablikinu.“

„Ég vil ekki taka leikmann frá Englandi eða Hollandi, ef þeir eru tilbúnir þá eru þeir tilbúnir, það er ekki undir mér komið að taka þessar ákvarðanir,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Mateta til Manchester?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Evrópa: United gerði jafntefli og Tottenham tapaði – Sverrir lagði Albert í Íslendingaslag

Evrópa: United gerði jafntefli og Tottenham tapaði – Sverrir lagði Albert í Íslendingaslag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vardy sagður hafa meiri áhrif en Van Nistelrooy

Vardy sagður hafa meiri áhrif en Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KSÍ bauð öðrum sérsamböndum í heimsókn

KSÍ bauð öðrum sérsamböndum í heimsókn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Alisson verðlaunaður
433Sport
Í gær

Frönsku miðlarnir á einu máli um Liverpool eftir gærkvöldið

Frönsku miðlarnir á einu máli um Liverpool eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Bjóst ekki við að starfa á Íslandi á ný – Öll plön breyttust eftir fund sem kom flatt upp á hann

Bjóst ekki við að starfa á Íslandi á ný – Öll plön breyttust eftir fund sem kom flatt upp á hann