Í ljósi þess að Sergio Aguero er að yfirgefa Manchester City eftir tímabilið ákvað Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur Sky Sports að velja tíu bestu framherja í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að hans mati.
Að mati Carragher er Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal, besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Carragher gengur svo langt að kalla Henry besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
„Það er aðeins sigurvegari á þessum lista. Það kemur mér á óvart ef einhver myndi vilja rökræða við mig um þetta val. Það er enginn leikmaður nálægt þessum.“
„Thierry Henry er ekki aðeins besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi,“ sagði Carragher í viðtali hjá Telegraph.
Hér eru tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, að mati Jamie Carragher:
10. Harry Kane
9. Dwight Yorke
8. Luis Suarez
7. Andy Cole
6. Mohamed Salah
5. Wayne Rooney
4. Didier Drogba
3. Alan Shearer
2. Sergio Aguero
1. Thierry Henry