Fredy Guarin, fyrrverandi leikmaður Inter Milan, var handtekinn á fimmtudaginn í Kólumbíu. Heimildir herma að hann hafi ráðist á föður sinn.
Myndband er nú í dreifingu þar sem sjá má lögregluna í Kólumbíu handtaka Guarin sem er útataður í blóði.
„Við fengum tilkynningu um heimilisofbeldi. Þegar að lögreglan mætti á svæðið var fólk slasað og sonurinn sem var á svæðinu átti í útistöðum við foreldra sína.,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni.
Fredy Guarin er 34 ára og lék á sínum tíma 141 leik fyrir ítalska liðið Inter Milan, skoraði 22 mörk og gaf 38 stoðsendingar.
Fredy Guarín has been arrested by Colombian police after allegedly assaulting his father and other family members. pic.twitter.com/SYUgI2wMOX
— Zach Lowy (@ZachLowy) April 1, 2021