Framherjinn Erling Braut Haaland, leikmaður Dortmund, er eftirsóttur þessa dagana. Talið er að faðir Haaland og umboðsmaður hans Mino Raiola hafi átt viðræður við Real Madrid og Barcelona á fimmtudaginn og nú taka við fundir á Englandi.
Heimildir Mundo Deportivo herma að Alf Inge, faðir Haaland og Raiola ferðist í dag til Englands þar sem til stendur að ræða við forráðamenn fjögurra félaga í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi fimm félög eru talin vera Liverpool, Chelsea Manchester United og Manchester City.
Haaland sjálfur, er mjög áhugasamur um að spila í ensku úrvalsdeildinni og talið er mjög líklegt að hann yfirgefi Dortmund eftir tímabilið. Framherjinn knái hefur verið í toppformi á tímabilinu, spilað 31 leik fyrir Dortmund, skorað 33 mörk og gefið 8 stoðsendingar.
Haaland var árið 2020 valinn Gulldrengur Evrópu, þá nafnbót hlýtur sá ungi leikmaður sem er talinn vera besti ungi leikmaður Evrópu.