fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

UEFA staðfestir að fimm skipingar verði leyfðar á EM í sumar

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 22:00

UEFA hefur staðfest að fimm skiptingar verði leyfðar á EM í sumar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA staðfesti eftir fund í gær að fimm skiptingar verði leyfðar á EM í sumar. Þá eru samtökin einnig að íhuga hvort landsliðin fái að hafa stærri hópa en þá 23 leikmenn sem venja hefur verið fyrir.

Á meðan smitum af völdum kórónuveirunnar fjölgar í Evrópu þá hafa þjálfarar óskað eftir því að hóparnir verði stækkaðir ef upp koma smit þar sem ekki verður svigrúm til þess að fresta leikjum á mótinu sjálfu. Ákvörðun hefur ekki verið tekin í málinu og enn er óvíst hvort þeir leikmenn sem bætist við verði með liðinu á hóteli eða hægt verði að kalla í þá ef upp kemur smit.

Eins og þekkt er verður EM með öðru sniði í ár og verður mótið haldið í 12 löndum á víð og dreif um Evrópu. Öll þau lönd munu þurfa að senda á UEFA hvort þau geti haldið mótið og hversu margir áhorfendur geti verið í stúkunni næsta miðvikudag. Þá verður tekin lokaákvörðun um það hvort mótið fari fram eins og planað var eða hvort einhver lönd fái ekki að vera með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond