fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433

Sergio Ramos meiddur og missir af 8-liða úrslitunum gegn Liverpool

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 14:05

Sergio Ramos í leik með Real Madrid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos tilkynnti sjálfur á Instagram í dag að hann væri að kljást við vandamál í vinstri kálfa eftir að hafa spilað aðeins nokkrar mínútur með Spáni gegn Kosovo í gærkvöldi. Marca segir að Ramos verði frá í um það bil mánuð sem þýðir að hann missir bæði af 8-liða úrslitum við Liverpool í Meistaradeildinni og El Clásico gegn Barcelona.

„Sannleikurinn er sá að undanfarnar vikur hafa verið ansi erfiðar. Sem betur fer hefur mér liðið aðeins betur undanfarna daga en stundum er maður bara óheppinn.“

„Eftir leikinn í gær sá ég að eitthvað var að í kálfanum mínum. Nú hef ég verið skoðaður og staðfest að ég er með vöðvameiðsli í kálfa. Það særir mig að geta ekki hjálpað liðinu í komandi leikjum sem eru gríðarlega mikilvægir,“ sagði Sergio Ramos í færslu á Instagram.

Real Madrid hefur ekki gengið vel í Meistaradeildinni án fyrirliðans og hafa tapað 7 af síðustu 10 leikjum sem hann tók ekki þátt í. Þá voru margir spenntir að sjá Ramos kljást við Salah aftur en frægt er þegar Salah þurfti að fara af velli vegna meiðsla í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018 eftir baráttu við Ramos.

Einnig mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í spænsku deildinni 10. apríl en það munar aðeins tveimur stigum á liðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Duran frá Aston Villa

Staðfesta komu Duran frá Aston Villa
433Sport
Í gær

Kærastan stórglæsilega sögð heimta óhefðbundið kynlíf þrisvar á dag – Hafa áhyggjur af sínum manni

Kærastan stórglæsilega sögð heimta óhefðbundið kynlíf þrisvar á dag – Hafa áhyggjur af sínum manni