fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Íslendingar þurfa að segja bless við Lucky Charms og Cocoa Puffs

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö af ástsælustu morgunkornum okkar Íslendinga munu nú hverfa úr hillum verslana. Um jólin tóku margir eftir því að ekki var hægt að fá Lucky Charms í verslunum lengur og sögðu Nathan & Olsen, umboðsaðilar General Mills á Íslandi sem framleiðir morgunkornið, að það væri „smá brekka í þessu og óvíst um framhaldið.“ Nú er það orðið ljóst að það mun ekki snúa aftur.

General Mills hefur nýlega upplýst Nathan & Olsen um að vörumerkin Cocoa Puffs og Lucky Charms séu ekki lengur í boði fyrir íslenskan markað. Þetta kemur til vegna breytinga á uppskrift sem felur í sér viðbætt náttúrulegt litarefni sem samræmist ekki evrópulöggjöf sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu.

„Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt fyrir okkur og íslenska neytendur,“ segir Lísa Björk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. „Bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms hafa átt fastan sess á heimilum landsmanna um áratuga skeið og notið mikilla vinsælda fólks á öllum aldri. Þessar vörur, ásamt ýmsum öðrum frá Bandaríkjunum, eru eftirsóttar á Íslandi en hér hefur verið innleidd evrópulöggjöf sem getur verið hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.

Í tilkynningu frá General Mills segir framleiðandinn meðal annars að unnið sé hörðum höndum að því að þróa aðrar lausnir í framleiðslu á vörum fyrir Evrópumarkað sem þjónað geti íslenskum neytendum með sama ánægjulega hætti og verið hefur til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!