fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Eyjan

Segir að það sé ekki bara kreppa heldur líka blússandi góðæri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 21:00

Gylfi Zoëga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Zoëga hagfræðingur segir að tekist hafi að verja 90% af hagkerfi landsins en 10%, sem eru ferðaþjónustan, séu í frosti. Hann segir að ekki sé bara kreppa vegna kórónuveirufaraldursins, en sú kreppa bitni helst á atvinnulausum, heldur sé líka blússandi góðæri. Kaupmáttur hafi aldrei verið meiri og Íslendingar eyði núna ekki lengur peningum í útlöndum heldur versli innanlands sem komi hagkerfinu vel. Stjórnvöld hafi gripið til réttra aðgerða, þ.e. að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi með miklum stuðningi og lækka vexti.

Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Gylfi var í viðtali.

Gylfi segir að glapræði sé að opna landið frekar fyrir erlendum ferðamönnum til að freista þess að ná uppsveiflu í ferðaþjónustunni. Miðað við ástand faraldursins í nágrannalöndum sé ólíklegt að það gengi aftur og heildarhagsmunirnir séu svo miklu meiri af því að koma í veg fyrir að faraldurinn breiðist ennfrekar út hér innanlands og lami samfélagið.

Orðrétt segir Gylfi um þau áform stjórnvalda að taka upp svokallað litakóðunarkerfi 1. maí til að liðka fyrir komum ferðamanna frá öruggari svæðum:

Já mér finnst að það ætti að gera áætlun sem hugsar um heildarhagsmuni, ekki bara eina atvinnugrein. Reynir að varðveita þetta sumar sem ferðasumar fyrir Íslendinga. Hver Íslendingur eyðir mjög miklu í samanburði við erlenda ferðamenn. Svo er hægt að bæta við einhverjum öruggum, bólusettum útlendingum sem fara í próf eða eitthvað slíkt ofan á. En ekki taka sénsinn með að missa bæði innlenda ferðaþjónustu og hitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?