„Það er eins og hálf Reykjavík sé á leiðinni að gossvæðinu núna,“ segir lesandi sem tók meðfylgjandi mynd sem tekin er örlítið sunnan við Vífilstaði. Segir hann að alla leið frá N1 í Hafnarfirði, í það minnsta, sé bíll við bíll á akbrautinni.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú lokað svæðinu vegna gífurlegrar aðsóknar og óvíst er hvort opnað verði aftur í dag eða kvöld.
Á Facebook-síðu Savetravel.is Iceland segir ennfremur að umferðarteppa af stærri gerðinni sé á Suðurstrandarvegi. Lögregla loki á aðkomu bíla og fólki sem ekki er komið á staðinn er ráðlagt að hætta við för.