Björgunarsveitir á Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út í dag vegna vélsleðaslyss nálægt Dalakofa í Reykjadölum að Fjallabaki. Björgunarsveitarfólk á sex bílum héldu af stað frá Suðurlandi ásamt sjúkraflutningamönnum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Þar segir enn fremur:
„Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli voru staddir í æfingaferð á vélsleðum í Tindfjöllum, þeir héldu strax af stað á slysstað. Komu þeir á vettvang um klukkutíma eftir að útkall bars og hlúðu að slasaða vélsleðamanninum sem hafði slasast á fæti, hann var síðan fluttur á spítala með þyrlunni sem kom stuttu síðar.“