Þórður Þorsteinn Þórðarson er genginn til liðs við Knattspyrnufélag ÍA á nýjan leik eftir dvöl hjá FH síðasta eins og hálfa árið.
Þórður er uppalinn hjá ÍA en hann var lánaður til HK á síðasta sumri.
,,Ég er glaður að vera kominn heim í ÍA og hlakka til baráttunnar í sumar með strákunum. Það er spennandi sumar framundan í boltanum og markmiðið ávallt að ÍA verði í fremstu röð“, sagði Þórður Þosteinn sem þegar hefur hafið æfingar með félaginu.
Þórður Þorsteinn, sem er 26 ára, hefur leikið 84 leiki í efstu deild og gert í þeim 8 mörk.