fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Skeiðað undan Skattinum – Forstjóri Íshesta ákærður fyrir skattsvik

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 13:30

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóra Íshesta og fyrrum forstjóra Klakka, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2016 og 2017. Er Magnús sagður hafa vantalið fram samtals 57,7 milljóna tekjur frá einkahlutafélaginu Pólstjörnunni en félagið er að fullu í hans eigu.

Árstekjur Magnúsar árið 2016 eru í ákærunni sagðar hafa numið um 56 milljónum króna, en ef marka má ákæruna vantaði þar inn rúmar fimm milljónir sem Magnús þáði frá Pólstjörnunni.

Það sama var uppi á teningnum árið 2017, en á skattframtali þess árs er Magnús sagður hafa vantalið fram heilar 55.7 milljónir. Framtaldar tekjur það ár Magnúsar námu um 43 milljónum.

Samtals er Magnús því sagður hafa vantalið tekjur upp á 57.7 milljónir króna. Af þeim hefði Magnús átt að greiða rúmar 26 milljónir í tekjuskatt, eða eftir atvikum 11.5 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Aðalkrafa Héraðssaksóknara er að Magnús verði dæmdur fyrir að hafa svikist um greiðslur tekjuskatts, en varakrafa að hann hafi vangreitt fjármagnstekjuskatt.

Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá er Magnús eini stjórnarmaðurinn í félaginu sem er alfarið í hans eigu. Samkvæmt stofnskjölum félagsins er skráður tilgangur þess „innflutningur, heildsala og smásala og lánastarfsemi, svo og ráðgjafastörf og annar atvinnurekstur eða þátttaka í atvinnurekstri samkvæmt ákvörðun félagsstjórnar.“ Í síðasta ársreikningi félagsins námu rekstrartekjur þess tæpum tveimur milljónum en útgjöld þess rúmum sjö milljónum. Tap félagsins 2019 nam tæpum 4 milljónum en rúmum 7 milljónum árið áður.

Þrátt fyrir mögur ár undanfarið er ljóst að félagið á töluverðar eignir. Fastafjármunir félagsins námu í árslok 2019 um 79 milljónum. Þar af eru eignarhlutir í öðrum félögum 37 milljónir og fasteignir fyrir 32 milljónir. Þá er verðmæti varanlegra rekstrarfjármuna félagsins metið á um 10 milljónir í efnahagsreikning félagsins.

Við þær eignir bætast svo verðbréf fyrir 24,5 milljónir, hálf milljón í peningum auk annarra eigna. Samtals nema eignirnar 115 milljónum á móti litlum sem engum skuldum.

Magnús lét af störfum sem forstjóri Klakka eftir sjö ára starf árið 2018 og snéri sér að hestamennskunni. Hann er nú framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Íshesta auk þess sem hann situr í stjórn fjölmargra fyrirtækja.

Héraðssaksóknari gerir þá kröfu í málinu að Magnús verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málinu gegn Magnúsi verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 12. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg