Mohamed Salah sóknarmaður Liverpool útilokar ekki að spila á Spáni innan tíðar en samningur hans við Liverpool gildir til ársins 2023.
Salah hefur reglulega daðrað við það að fara til Real Madrid. „Ég vonast eftir því að spila í mörg ár til viðbótar,“ sagði Salah í viðtali við spænska fjölmiðla.
Þegar Salah var spurður að því hvort hann hefði áhuga á að spila á Spáni. „Af hverju ekki? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni.“
„Einn daginn kannski, það er ekki alveg undir mér komið. Við sjáum hvað gerist á næstunni en ég vil ekki tala of mikið.“
Salah var einnig spurður út í samband sitt við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. „Þetta er bara eðlilegt samband á milli atvinnumanna, þannig myndi ég útskýra það.“
Salah hefur sagt áður að bæði Barcelona og Real Madrid séu frábærir klúbbar.