Ólafur Þór Hersisson arkitekt og eiginkona hans landslagsarkitektinn Sigríður Brynjólfsdóttir hafa sett á sölu glæsilegt raðhús sitt í Hvassaleiti. Húsið er þriggja hæða og einstaklega vel skipulagt, birt stærð eignar samtals 271,7 fm. Ásett verð er 114,5 milljónir.
Eldhúsið og borðstofan er skemmtilega uppsett en upprunalegur veggur milli elshúsins og borðstofu hefur verið fjarlægður og skápur settur í staðinn. Opið er á milli skápanna sem gefur rýminu meiri birtu og klárlega mun meiri stemmingu. Arinn er í stofunni sem er björt með stórum gluggum og smekklega innréttuð.
Garðurinn hentar fullkomlega undir partýhald af öllum toga þar sem svalirnar geta verið einskonar svið og snúa út í garð.
Í næstu götu er svo húsalengjan sem kvikmyndin vinsæla, Undir trénu var tekin upp í. Sú kvikmynd snérist um nágrannaerjur en það þykja þó litlar líkur á því þar sem nágrannar Ólafs og Sigríðar eru annálaðir gleðipinnar.
Má þá helst nefna Braga Valdimar Skúlason Baggalút og sjónvarpsstjörnu og eiginkonu hans Þórdísi Heiðu Kristjánsdóttur tónlistarkennara. Ágústa Kristín Andersen hjúkrunarfræðingur og Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður og fyrrum stjórnarformaður Orkuveitunnar í Reykjavík búa einnig í sömu götu. Haraldur er pabbi Matta í Hatara og þykja þau hjónin áberandi skemmtileg.
Myndir: Fasteignaljosmyndun.is