fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Brasilíumenn biðja Pfizer að hraða afhendingu bóluefnis – Sjúkrahús yfirfull

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 07:30

Sjúklingur á sjúkrahúsi í Manaus. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er skelfilegt í Brasilíu. Þar hafa rúmlega 312.000 látist af völdum COVID-19 og heilbrigðiskerfi landsins er við það að láta undan álaginu. Það er brasilíska afbrigði veirunnar sem herjar á landið.

Gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í 16 af 26 ríkjum landsins eru yfirfullar og neyðast sjúkrahúsin því til að vísa mjög veiku fólki frá.

Samtökin Læknar án landamæra segja að ástandið í Brasilíu sé svo slæmt að ekki sé langt í að heilbrigðiskerfi landsins hrynji saman. „Við höfum aldrei áður séð svona skelfilegt hrun heilbrigðiskerfis,“ sagði Ana de Lemos, framkvæmdastjóri hjá samtökunum, í samtali við New York Times.

CNN sýndi nýlega myndir af langri röð sjúkrabíla í Sao Paulo sem biðu eftir að komast með COVID-19 sjúklinga að móttöku sjúkrahúss.

Í gær bað heilbrigðisráðherra landsins Pfizer um að hraða afhendingu 50 milljóna skammta af bóluefni fyrirtækisins en Brasilía hefur pantað 100 milljónir skammta. Ráðherrann sagði að nauðsynlegt væri að hraða bólusetningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn