Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool og enska landsliðsins er eftirsóttur af liðum í bandarísku MLS deildinni. Sturridge hefur verið án félags síðan í mars á síðasta ári.
Sturridge var síðast á mála hjá tyrkneska liðinu Trabzonspor, þar spilaði hann 16 leiki, skoraði 7 mörk og gaf 4 stoðsendingar. Hann rifti samningi sínum við liðið á síðasta ári eftir að hafa fundist sekur og verið dæmdur í fjögurra mánaða keppnisbann fyrir brot á veðmálareglum.
Inter Miami, sem er meðal annars í eigu David Beckham, fyrrum leikmanns Manchester United, er eitt af þeim liðum sem hafa sýnt Sturridge áhuga en einnig hafa lið í ensku úrvalsdeildinni spurst fyrir um leikmanninn.
Hinn 31 árs gamli Daniel Sturridge, vill ólmur koma knattspyrnuferli sínum aftur á flug en hann hefur meðal annars leikið með Liverpool, Chelsea og Manchester City. Þá á hann að baki 26 leiki fyrir enska landsliðið.