Juan Mata miðjumaður Manchester United syrgir í dag en móðir hans lést eftir harða baráttu við veikindi. Frá þessu segja fjölmiðlar á Spáni.
Marta Garcia lést í dag en hún og Juan voru afar náinn, hafði Mata dvalið hjá henni á Spáni og ekki verið til staðar hjá Manchester United á meðan.
Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið utan hóps en engar útskýringar voru gefnar út.
Mata hefur sagt frá því hversu náinn hann var móður sinni. „Ég hringi alltaf í hana í rútunni á leiðinni í leikinn, alltaf,“ sagði Mata í ævisögu sinni.
Móðir hans hafði alltaf áhyggjur af því að hann myndi slasa sig á vellinum, það skipti hana meira máli að hann væri heill heilsu en úrslitin hjá liðinu hans.
Amigo, un abrazo muy fuerte para ti y tu familia. ❤️ pic.twitter.com/IRZ5ZrXv9S
— Bruno Fernandes (@B_Fernandes8) March 29, 2021