Martin Odegaard miðjumaður Real Madrid er eftirsóttur biti en hann hefur staðið sig með miklum ágætum í herbúðum Arsenal síðustu vikur.
Norski miðjumaðurinn hefur verið í góðu formi á Englandi eftir að hafa upplifað erfiða tíma hjá Real Madrid.
Odegaard er 22 ára gamall en hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann gekk í raðir Real Madrid, hann hefur farið víða á láni en ekki fest sig í sessi.
AS á Spáni segir frá því í dag að bæði Liverpool og Chelsea hafi áhuga á að kaupa Odegaard í sumar en ARsenal hefur þennan sama áhuga.
Real Madrid vantar fjármuni inn í rekstur sinn til að eiga von á því að krækja í Erling Haaland eða Kylian Mbappe í sumar. Odegaard gæti því verið falur fyrir rétt verð.