Paul Pogba miðjumaður Manchester United lét 53 milljóna króna bílinn sinn vera í höndum lögreglu í meira en 200 daga.
Pogba var stöðvaður á Rolls Royce bifreið sinni í júní á síðasta ári, ástæðan var sú að bíll hans var á frönskum númeraplötum.
Pogba var að keyra nálægt flugvellinum í Manchester þegar lögreglan stoppaði hann og tók ökutækið. Pogba fékk litla sekt fyrir málið en átti svo að leysa út bílinn.
Pogba nennti svo ekki að sækja bíl sinn í 270 daga og fékk hann 200 pund í sekt á dag fyrir að sækja ekki ökutæki sitt. Bíll Pogba var í höndum lögreglu í 270 daga en hann sótti hann fyrr í þessum mánuði. Pogba þurfti því að borga lögreglunni tæpar 10 milljónir íslenskra króna þegar hann sótti glæsikerru sína.