fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Birgir kaupir Domino’s í þriðja sinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 09:00

Dominos Skeifunni. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þór Bieltvedt fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa undirritað samning um kaup á Domino‘s á Íslandi. Það er Domino‘s Group í Bretlandi sem er seljandi en fyrirtækið auglýsti hlutinn til sölu í október.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Domino‘s Group í Bretlandi keypti starfsemina hér á landi í tveimur áföngum, 2016 og 2017, af Birgi og öðrum hluthöfum og greiddi um átta milljarða fyrir.

Morgunblaðið segir að samningar um kaupin hafi náðst um liðna helgi en hefur ekki upplýsingar um kaupverðið. Í umfjöllun blaðsins um málið þann 17. mars kom fram að verðmat fyrirtækisins væri um 2,5 milljarðar.

Morgunblaðið segir að Birgir sé nú að kaupa Domino‘s keðjuna í þriðja sinn. Með honum í hóp eru þrír öflugir fjárfestar að sögn blaðsins. Það eru Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar. Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi hf., sem er í meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar, Eyjólfs Sigurðssonar og Katrínar Pétursdóttur.

Birgir kom að stofnun Domino‘s hér á landi á sínum tíma en hætti afskiptum af fyrirtækinu 2005 en keypti það aftur 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“