fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Róbert Wessmann borinn þungum sökum – Sagður hafa kýlt starfsmann og hótað fyrrum starfsmönnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 06:32

Fyrrum samstarfsmennirnir Róbert og Halldór. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Kristmannsson, einn nánasti samstarfsmaður Róberts Wessmann, forstjóra Alvogen, í tvo áratugi, telur að rannsókn stjórnar fyrirtækisins á starfsháttum og framkomu Róberts í starfi beri merki þess að um hvítþvott sé að ræða. Til dæmis hafi verið litið fram hjá háttsemi sem stjórninni hafi verið kunnugt um og Róbert hafi þurft að biðjast afsökunar á.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Rannsóknin hófst eftir að starfsmaður kvartaði við stjórnina undan starfsháttum Róberts. Stjórnin sendi frá sér tilkynningu í síðustu viku, eftir að lögmannsstofa félagsins hafði rannsakað málið í átta vikur. „Niðurstaðan er skýr og ljóst að efni kvartananna á sér enga stoð. Ekkert bendir til þess að starfshættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls,“ segir meðal annars í tilkynningunni að sögn Morgunblaðsins.

Blaðið segir að Halldór hafi ákveðið að stíga fram sem uppljóstrarinn í málinu í kjölfar þess að nafni hans var lekið en uppljóstrarar í málum sem þessum eiga að njóta verndar. Morgunblaðið segir að Halldór finni að því að honum hafi ekki verið gert viðvart um niðurstöðuna, hann hafi lesið um hana í fjölmiðlum. Einnig þyki honum undarlegt að lesa að hann hafi gert fjárkröfu á fyrirtækið en hann hafi tekið sérstaklega fram að það hafi hann ekki gert.

Morgunblaðið segist hafa séð bréf þessa efnis og segir að Halldór hafi kvartað undan mörgum atriðum, meðal annars vegna ofstopa Róberts í garð undirmanna og fyrrverandi starfsmanna, hafi Róbert tvisvar beitt líkamlegu ofbeldi. „Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ hefur Morgunblaðið eftir Halldóri.

Morgunblaðið segist hafa rætt við vitni að þessu atviki en það átti sér stað í París og staðfesti vitnið lýsingu Halldórs.

Róbert er einnig sagður hafa haft í frammi fólskulegar hótanir í garð fyrrverandi starfsmanna Actavis og hafi þeir haft ástæðu til að óttast um eigið öryggi og öryggi fjölskyldna sinna.

Halldór er einnig sagður hafa bent á að Róbert hafi skipulagt rógsherferðir í fjölmiðlum gegn ýmsum fólki sem hann hafi borið kala til. Meðal þeirra séu keppinautar í viðskiptalífinu og opinberir embættismenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund