fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Arnar Þór eftir tapið gegn Armeníu: „Verðum að vilja gera betur“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 18:56

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum, báðir í undankeppni HM.

Íslenska liðið tapaði í dag 2-0 fyrir Armeníu á útivelli.

„Þetta var leikur sem var að mínu mati alltaf að fara falla fyrir það lið sem myndi ná að skapa sér eitthvað færi eða skora fyrsta markið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í viðtali við RÚV eftir leik.

Túlka má á orðum Arnars að Armenarnir hafi verið sýnd veiði en ekki gefin.

„Þetta var bara lokaður leikur, við vissum það fyrir fram að þetta lið er mjög aðgangshart og leikmennirnir eru mjög viljugir í sínum hlaupum.“

„Við töluðum um það fyrir leikinn að þeir eru með mikið sjálfstraust, hafa unnið marga leiki undanfarið og hafa verið að spila vel.“

Ísland er eftir tap dagsins í neðsta sæti riðilsins án stiga eftir tvær umferðir, hvernig metur Arnar stöðu liðsins?

„Við erum í þessum glugga að spila þrjá útileiki. Við vissum alltaf að fyrstu tveir leikirnir yrðu mjög erfiðir. Við munum þó ekki vanmeta neinn fyrir síðasta leikinn í glugganum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í viðtali við RÚV eftir leik.

Arnar var spurður út í landsliðsvalið og þá staðreynd að inn á séu leikmenn sem séu komnir nálægt endapunkti síns knattspyrnuferils á meðan leikmenn eins og Alfons Sampsted og Hjörtur Hermannsson, sitja á bekknum.

„Ég er að stilla upp því liði sem ég tel að eigi besta möguleikann á að vinna hvern leik fyrir sig akkúrat núna. Ég er ekki að hugsa um það núna hvað mun gerast í haust eða í sumar.“

„Staðan er sú að núna í dag voru þetta að mínu mati bestu ellefu einstaklingarnir til þess að mynda liðsheild og mynda það spil sem við vildum ná upp í dag.“

„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við þurfum að gera betur og við þurfum að skapa okkur fleiri færi og ná upp hungri aftur í að ná úrslitum.“

Leikmennirnir og liðið sem spilar hér í kvöld hefur mikla hæfileika og hefur sýnt það undanfarin ár að það getur náð mjög góðum úrslitum á mjög erfiðum útivöllum gegn mjög góðum liðum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í viðtali við RÚV eftir leik.

En veikir þetta möguleika Íslands á að komast á HM í Katar árið 2022?

„Að sjálfsögðu veikir þetta möguleika okkar. Til þess að ná 2. sætinu má reikna með því að þú getir tapað tveimur útileikjum og þá þarftu að ná mjög góðum úrslitum á heimavelli. Ég held samt að þessi riðill muni spilast aðeins öðruvísi en margir halda, þetta er mjög jafn riðill.“

„Það eina sem við þurfum að gera núna er að leikgreina þennan leik og gera okkur grein fyrir því að þetta var ekki nógu gott, við getum gert betur og við verðum að vilja gera betur,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í viðtali við RÚV eftir leik.

Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein á miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho