fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Kári Árnason eftir tapið í Armeníu: „Við vorum ekki sjálfum okkur líkir“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 18:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason var settur óvænt í byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Armeníu í dag eftir að Ragnar Sigurðsson, sem átti að byrja leikinn, meiddist í upphitun.

Kári segir að það hafi ekki verið erfitt að koma inn, menn verða alltaf að vera klárir.

„Svona óvæntir hlutir geta gerst og maður verður bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur. Maður tæklar það bara,“ sagði Kári í samtali við RÚV.

Ísland tapaði leiknum óvænt, 2-0.

„Þetta var erfitt, við sköpum ekki nógu mikið af dauðafærum. Þetta eru mest fyrirgjafir sem við náum ekki að binda endahnútinn á, þetta var erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir.“

Kári vildi ekki segja til um það hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir mörkin sem Ísland fékk á sig, það verði hins vegar að skoða.

„Erfitt að segja, ég ætla ekki að fara kenna neinum um þessi mörk. Við fáum á okkur mark sem lið og áfram gakk en auðvitað verðum við að skoða það ef eitthvað fór úrskeiðis.“

„Þetta er einn af þessum leikjum, erfiður útivöllur og ekki auðvelt að sækja einhvað hingað. Auðvitað ætlumst við til að gera betur og skapa fleiri færi,“ sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins í samtali við RÚV.

Kári tekur ekkert af leikmönnum Armeníu.

„Við unnum alveg nóg af fyrri boltum en það voru seinni boltarnir sem ollu veseni. Við vorum ekki nógu aðgangsharðir inn í teig, í hornum og svo framvegis. En Armenar gerðu vel, það verður ekki af þeim tekið, þeir börðust vel fyrir hverjum bolta og lögðu sig í þetta, fórnuðu sér í hvern einasta bolta,“ sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins í samtali við RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Henderson verður áfram í Hollandi

Henderson verður áfram í Hollandi
433Sport
Í gær

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“
433Sport
Í gær

U17 ára landsliðið mætir Kára

U17 ára landsliðið mætir Kára
433Sport
Í gær

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“