Armenía tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Armena en leikið var í Armeníu.
Um gríðarlega mikilvægan leik var að ræða fyrir íslenska landsliðið sem byrjaði undankeppnina á 3-0 tapi gegn Þýskalandi.
Tigran Barseghyan, kom Armeníu yfir með marki á 53. mínútu eftir stoðsendingu frá Artak Grigoryan.
Það var síðan Khoren Bayramyan sem innsiglaði 2-0 sigur Armeníu með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Tigran Barseghyan.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-0 svekkjandi tap Íslands gegn Armeníu, staðreynd. Ísland er eftir leikinn á botni riðilsins, stigalaust eftir tvo leiki.
Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn þar sem liðið mætir Liechtenstein á útivelli.