Markaaust er í hálfleik í leik Armeníu og Íslands í undankeppni HM, Armenar voru með þrjú stig fyrir leikinn en Ísland án stiga eftir fyrstu umferðina.
Íslenska liðið var sterkari aðili fyrri hálfleiksins án þess að skapa sér mikið af færum.
Jóhann Berg Guðmundsson kom boltanum í netið eftir tæpar 40 mínútur í leiknum en markið var dæmt af. Fyrir því var góð og gild ástæða en Sverrir Ingi Ingason var í ranstöðu þegar hann reyndi við boltann.
Markalaust í hálfleik en íslenska liðið hefur varist vel en þarf að setja meiri þunga í sóknarleikinn.
Jóhann Berg kemur boltanum skemmtilega í netið en búið að flagga rangstöðu, réttilega. Styttist í leikhlé hérna í Armeníu. pic.twitter.com/J1mcaMXmbU
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 28, 2021