Armenía tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Armena en leikið var í Armeníu.
Um gríðarlega mikilvægan leik var að ræða fyrir íslenska landsliðið sem byrjaði undankeppnina á 3-0 tapi gegn Þýskalandi.
Ísland án stiga eftir tvo leiki en liðið mætir Liechtenstein á miðvikudag.
Íslenska þjóðin var reið yfir sjónvarpinu eins og sjá má hér að neðan.
Það er ljóst að leikmenn Armeníu voru ekki valdir í landsliðið fyrir sönghæfileika sína #fotboltinet #tolfan #armisl
— Gudmundur Gudbergsson (@mummigud) March 28, 2021
Sem betur fer fyrir Armena náði varnramaður liðsins að reka hausinn í þetta þrumuskot frá Ara Frey Skúlasyni. Nokkuð jafnræði með liðunum fyrstu 15 mínúturnar en þetta skot hættulegasta færi leiksins hingað til. pic.twitter.com/haaLaoBODc
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 28, 2021
Dómari með bréfpoka af mafia money
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) March 28, 2021
Stefnulaust. #ARMISL #FYRIRÍSLAND #FÓTBOLTI
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 28, 2021
Íslenska liðið má nú gefa meira en 70% í þennan leik… #fyririsland #ARMISL #fotboltinet
— Björn Reynir (@bjornreynir) March 28, 2021
Djöfull er þetta fokking leiðinlegur leikur. Vá hvað við þurfum á Gylfa að halda #fotboltinet
— Guðmundur Auðun (@GummiAudun) March 28, 2021
Typiskur leikur sem hefði hentað VÖK vélinni @Vidarkjartans. Nú hefði verið gott að hafa þann goða dreng
— magnus bodvarsson (@zicknut) March 28, 2021
Jesús.
— Henry Birgir (@henrybirgir) March 28, 2021
Alex hefði varið þetta
— aron kristinn (geitin sjálf) (@aronkristinn) March 28, 2021
Mikið vona ég að Viðar Örn sé grenjandi úr hlátri heima hjá sér. Óafsakanlegt að taka hann ekki með.
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) March 28, 2021
Menn nenna varla tilbaka. Þvílíkt andlegt þrot. Alvöru vinna sem bíður nýs þjálfara.
— Rikki G (@RikkiGje) March 28, 2021
Er allt í einu farinn að hafa áhyggjur af Liechtenstein-leiknum. Þrot.
— Henry Birgir (@henrybirgir) March 28, 2021
Ofsalega dapur maður á mann varnarleikur í þessum tveimur mörkum. Andstæðingur fær pláss og tíma til að gera það sem hann vill. Engan veginn nægilega gott #fotbolti
— Smári Jökull Jónsson (@smarijokull) March 28, 2021
Skipulagsleysi menn út um allt ráðþrota. Við erum eins og gamall boxari sem var rotaður í hringnum 🙁 #fotboltinet
— Kristinn S Trausta (@Kidditr) March 28, 2021
3 af 5 öftustu spila í Pepsi. Hvað eru það 5 mánuðir síðan deildinni var slúttað? Er þetta leiðin í landsliðið. Vera nægilega gamall, halda sér í Pepsi og þá er leiðin í landsliðið greið.
— Arnar Smárason (@smarason1) March 28, 2021
Viðar Örn er örugglega skellihlæjandi heima hjá sér núna
— Máni (@gunnarmani) March 28, 2021
Án Gylfa lítur liðið okkar ansi illa út. Framlag miðjumannanna ekkert og engin sköpunargáfa.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 28, 2021
HVernig væri að hysja upp um sig buxunar og fu**ing gera betur í vörnini #fotboltinet þoli ekki þessi helvítis vetlinga tök í vörnini
— robbi (@robbi0202) March 28, 2021
Það jákvæða við leiki dagsins er að Jól Berg slapp án meiðsla úr leiknum. #armisl #fotbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) March 28, 2021