Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, mætir Armeníu í sínum öðrum leik í undankeppni fyrir HM í Katar í dag. Leikið verður í Armeníu.
Íslenska liðið vonast til að rétta úr kútnum eftir 3-0 tap gegn Þjóðverjum á fimmtudaginn.
Armenar hófu keppnina á 1-0 sigri gegn Liechtenstein.
Arnar Þór Viðarsson, gerir sex breytingar á liðinu milli leikja. Meðal þeirra sem koma inn er Jóhann Berg Guðmundsson.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.
Byrjunarlið Íslands:
Byrjunarliðið gegn Armeníu!
The starting lineup against Armenia!#fyririsland pic.twitter.com/li8kSSIrF0
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 28, 2021