fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Einkunnir íslensku leikmannanna úr tapinu gegn Danmörku

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 15:01

Jón Dagur Þorsteinsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Danmörk mættust í riðlakeppni EM u-21 árs landsliða í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Danmerkur. Leikið var í Györ í Ungverjalandi

Batamerki mátti greina frá leiknum gegn Rússum en hér verður farið yfir frammistöðu leikmanna íslenska liðsins í dag.

Byrjunarlið:

Patrik Sigurður Gunnarsson – 6 
Gat lítið gert í mörkunum sem Ísland fékk á sig.

Hörður Ingi Gunnarsson – 5 
Átti í vandræðum í varnarleik liðsins og gerði lítið fram á við.

Ari Leifsson – 6 
Mun betri leikur hjá Ara heldur en í leiknum gegn Rússlandi en set spurningarmerki við samvinnu hans og Ísaks í öðru markinu sem Ísland fékk á sig. Klaufaleg atburðarrás

Ísak Óli Ólafsson – 6 
Fínn leikur hjá Ísaki, kom vel inn í íslensku vörnina en var einnig ógnandi fram á við.

Kolbeinn Birgir Finnsson – 6 
Kolbeinn virkaði vel á mig og varð sterkari og öruggari eftir því sem leið á leikinn.

Stefán Teitur Þórðarson – 4 
Gerði lítið í leiknum og var týndur. Fékk eitt frábært færi sem ekki tókst að nýta

Alex Þór Hauksson – 5 
Ágætist leikur hjá Alexi, fannst hann og aðrir í íslenska liðinu vinna sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik.

Willum Þór Willumsson – 5 
Hef svipaða sögu að segja af Willum eins og Stefáni, átti erfitt uppdráttar.

Jón Dagur Þorsteinsson – 7 (Maður leiksins)
Mikilvægt í svona leikjum að hafa fyrirliða eins og Jón Dag. Lét kannski skapið hlaupa með sig í gönur í fyrri hálfleik en fór í tæklingar og tók frumkvæði í íslenska liðinu.

Mikael Neville Anderson -6 
Ágætis leikur hjá Mikael, hann átti fínar rispur.

Sveinn Aron Guðjohnsen – 6 
Mistnotaði vítaspyrnu sem islenska liðið fékk en var einn af þeim leikmönnum liðsins sem skapaðist hvað mest hætta í kringum. Vinnusemi til fyrirmyndar.

Varamenn:

Ísak Bergmann Jóhannesson – 6
Fín innkoma hjá Ísaki eftir að hafa komið inn á 68. mínútu.

Andri Fannar Baldursson – 6
Sama að segja um Andra og Ísak, fínasta innkoma sem hjálpaði íslenska liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Í gær

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Duran frá Aston Villa

Staðfesta komu Duran frá Aston Villa
433Sport
Í gær

Kærastan stórglæsilega sögð heimta óhefðbundið kynlíf þrisvar á dag – Hafa áhyggjur af sínum manni

Kærastan stórglæsilega sögð heimta óhefðbundið kynlíf þrisvar á dag – Hafa áhyggjur af sínum manni