Ísland og Danmörk mættust í riðlakeppni EM u-21 árs landsliða í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Danmerkur. Leikið var í Györ í Ungverjalandi
Batamerki mátti greina frá leiknum gegn Rússum en hér verður farið yfir frammistöðu leikmanna íslenska liðsins í dag.
Byrjunarlið:
Patrik Sigurður Gunnarsson – 6
Gat lítið gert í mörkunum sem Ísland fékk á sig.
Hörður Ingi Gunnarsson – 5
Átti í vandræðum í varnarleik liðsins og gerði lítið fram á við.
Ari Leifsson – 6
Mun betri leikur hjá Ara heldur en í leiknum gegn Rússlandi en set spurningarmerki við samvinnu hans og Ísaks í öðru markinu sem Ísland fékk á sig. Klaufaleg atburðarrás
Ísak Óli Ólafsson – 6
Fínn leikur hjá Ísaki, kom vel inn í íslensku vörnina en var einnig ógnandi fram á við.
Kolbeinn Birgir Finnsson – 6
Kolbeinn virkaði vel á mig og varð sterkari og öruggari eftir því sem leið á leikinn.
Stefán Teitur Þórðarson – 4
Gerði lítið í leiknum og var týndur. Fékk eitt frábært færi sem ekki tókst að nýta
Alex Þór Hauksson – 5
Ágætist leikur hjá Alexi, fannst hann og aðrir í íslenska liðinu vinna sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik.
Willum Þór Willumsson – 5
Hef svipaða sögu að segja af Willum eins og Stefáni, átti erfitt uppdráttar.
Jón Dagur Þorsteinsson – 7 (Maður leiksins)
Mikilvægt í svona leikjum að hafa fyrirliða eins og Jón Dag. Lét kannski skapið hlaupa með sig í gönur í fyrri hálfleik en fór í tæklingar og tók frumkvæði í íslenska liðinu.
Mikael Neville Anderson -6
Ágætis leikur hjá Mikael, hann átti fínar rispur.
Sveinn Aron Guðjohnsen – 6
Mistnotaði vítaspyrnu sem islenska liðið fékk en var einn af þeim leikmönnum liðsins sem skapaðist hvað mest hætta í kringum. Vinnusemi til fyrirmyndar.
Varamenn:
Ísak Bergmann Jóhannesson – 6
Fín innkoma hjá Ísaki eftir að hafa komið inn á 68. mínútu.
Andri Fannar Baldursson – 6
Sama að segja um Andra og Ísak, fínasta innkoma sem hjálpaði íslenska liðinu.