Íslenska karlalandsliðið mætir Armeníu í undankeppni HM í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en leikið verður í Armeníu.
Það er mikið álag á íslenska landsliðinu þessa dagana, liðið spilar þrjá útileiki, sá fyrsti tapaðist gegn Þýskalandi og ofan á leikina bætast við ferðalög aá leikstaði.
Leikmenn og þjálfarateymið nýtti tækifærið í dag og fékk sér hressandi göngutúr í Armeníu í morgun fyrir leikinn mikilvæga.
Það er vonandi að göngutúrinn gefi fyrirheit fyrir leik dagsins og að hann verði sannkallaður göngutúr í garðinum eftir enska máltækinu walk in the park, sem er notað þegar haft er á orði um að einhvað verði auðvelt.
A walk in the park … pic.twitter.com/oMTsbQWa8Y
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 28, 2021